miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Háttvirtur þingmaður gerir grein fyrir atkvæði sínu

Ég mun kjósa þá fylkingu sem vill:

1) taka upp inntökupróf í hugvísindadeild, sem felst í því að nemendur skila ritgerð sem þeir skrifuðu í menntaskóla og mæta í viðtal frammi fyrir nefnd fastráðinna kennara sem samþykkir eða (umfram allt) hafnar umsækjendum;

2) hækka lágmarkseinkunn í hugvísindadeild í 7,5;

3) fækka nemendum í hugvísindadeild þannig að hver kennari geti eytt umtalsverðum tíma á hvern stúdent;

4) fjölga ritgerðum í öllum kúrsum í fjórar talsins, sem nemendur skila inn einu sinni til bráðabirgða, fá aftur útkrotaða sem klósettvegg í Pompeii, skila inn aftur og fá með einkunn og meira kroti (ritgerðir í kúrsum nú til dags eru ein eða engin (!), og fást með herkjum til baka og þá gjarnan með fjögurra orða athugasemdum);

5) hafa 10-15 nemendur í hverjum kúrsi, og síðan umræðutíma með meistara- eða doktorsnemum;

6) koma á súpervæsora-kerfi, þar sem nemanda er úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir honum í gegnum grunnnám hans;

7) veita mér þá tilfinningu að ég sé að gera eitthvað markvert, eins og ég fékk að vita á væbinu frá fólki þegar ég var á fornmáladeild í Menntaskólanum í Reykjavík;

8) taka upp námsLAUN frá ríkinu, en ekki námslán;

9) að Háskóli Íslands verði Akademía og Úníversítas eins og hann á að vera, en ekki Námsflokkar Hafnarfjarðar, eins og hann er núna.