sunnudagur, mars 30, 2003

Draumfarir

Nóttina fyrir úrslitin dreymdi mig afar mikið. Eiginlega alla nóttina, nánast stanslaust. Hápunkturinn var þó án efa þegar ég átti í hrókasamræðum við Hannes Pétursson skáld, en við spjölluðum heillengi saman um ýmsa hluti. Við áttum mjög innihaldsríkar samræður inni í húsi þar sem var að finna grátt og loðið filtteppi og dökkbrún mahóníhúsgögn. Voðaleg mid-seventies-stemmning.

Játning

Ég get alveg eins játað það núna. Ég á mér alterego sem eiga það til að brjótast fram. Þetta tiltekna alterego hef ég átt síðan í níunda bekk en það er hollenski flotaforinginn van Cleffens. Admiraal van Cleffens var í hollenska flotanum á umbrotatímum í sögu þeirrar þjóðar á sautjándu öld, og stýrði mörgu fleyinu gegn mörgum Spánverjanum. Miklum skaða hafa fallstykkin á skipum hans valdið. Hann þótti (og þykir) harður í horn að taka, enda á hann ættir að rekja til Leeuwarden og Delfzijl. Enginn skyldi eggja hann til einvígis fyrir sakir silfraðs korða hans.