Fréttatilkynning
Friðrekur, af Guðs náð konungur Vinda og Gauta, Slésvíkinga og Holtseta, hertogi til Láenborgar og Þéttmerskis og Eydana yfirbjóðandi, greinir frá meiðingum sem gengu milli mín og Helgarinnar.is í gær. Málið var þannig vaxið að Helgi Hrafn áreitti mig sífellt í einu fimmmínútnahlénu og hætti ekki þótt ég þrábæði hann. Greip ég þá til þess ráðs að slá í hans útlimi honum til líkamstjóns. Ágerðist nú æsingurinn þegar Helgi neitaði að gefast upp og lauk honum svo að hönd mín slengdist í átt að tanngarði Helga. Mín túlkun er sú að Helgi hafi reynt að bíta í fingur mér, en Helgi heldur því fram að ég hafi kýlt hann. Loks hljóp Helgi út, þó ekki með formælingum í minn garð, heldur með ámátlegu þjáningartísti.
Ég, verandi sjentilmaður, vísa því öllum ásökunum um hrottaskap á bug.
Friðrekur, af Guðs náð konungur Vinda og Gauta, Slésvíkinga og Holtseta, hertogi til Láenborgar og Þéttmerskis og Eydana yfirbjóðandi, greinir frá meiðingum sem gengu milli mín og Helgarinnar.is í gær. Málið var þannig vaxið að Helgi Hrafn áreitti mig sífellt í einu fimmmínútnahlénu og hætti ekki þótt ég þrábæði hann. Greip ég þá til þess ráðs að slá í hans útlimi honum til líkamstjóns. Ágerðist nú æsingurinn þegar Helgi neitaði að gefast upp og lauk honum svo að hönd mín slengdist í átt að tanngarði Helga. Mín túlkun er sú að Helgi hafi reynt að bíta í fingur mér, en Helgi heldur því fram að ég hafi kýlt hann. Loks hljóp Helgi út, þó ekki með formælingum í minn garð, heldur með ámátlegu þjáningartísti.
Ég, verandi sjentilmaður, vísa því öllum ásökunum um hrottaskap á bug.
<< Home