þriðjudagur, mars 11, 2003

Kvikmyndir

Fór á Nóa Albínóa um helgina og mæli eindregið með henni. Íslensk kvikmyndagerð verður sífellt faglegri, sem er ánægjuleg og eðlileg þróun frá til dæmis Morðsögu, sem er ótrúlega óvönduð í alla staði, bæði hvað varðar filmuna (sem virðist hafa verið ónýt frá byrjun), hljóð, leik, handrit og, tja, ALLT annað.

Hvert er annars málið með filmuna í íslenskum kvikmyndum? Sá einhver Kúreka norðursins á Skjá einum um daginn? Hljóðið var í svo miklu hakki að maður heyrði varla í Hallbirni, og filman var svo eydd, léleg, morkin, dökk og skemmd að maður sá varla það sem fram fór. Vildu íslenskir kvikmyndagerðarmenn ekki spandera í góða filmu fyrr á árum eða hvað?