föstudagur, apríl 18, 2003

Ivrit

Þá skýrist það bráðum hvort nógu margir hafa skráð sig í hebreskukúrsinn sem er á dagskrá í Menntaskólanum næsta skólaár. Yrði það í fyrsta sinn síðan á níunda áratug nítjándu aldar sem það mál yrði kennt við skólann.

Magister Kolbeinn tjáði 5.A að fengjust ekki nógu margar sálir yrði gripið á það ráð „að sjanghæja bara einhvern inn í þetta“.

Hvernig skyldi slík „sjanghæjun“ fara fram? Gerir maður grunlausum menntskælingi fyrirsát, stekkur fram og hendir svörtum plastpoka yfir hausinn á honum og segir: „Jæja, vinur, nú skalt þú læra hebresku“?

Ja bittinú bittinú.