fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Trámatíseruð utanríkisstefna eða Utanríkisstefna trámatíseríngarinnar

Gamla brjálaða konan í gula húsinu sem á kartöflugarðinn tekur sig til einn daginn, flettir stærsta strákinn í hverfinu dýrum Fcuk-purpura sínum og rassskellir hann frammi fyrir hinum krökkunum. Nú deyr gamla brjálaða konan sem allir voru hræddir við og er grafin í kyrrþey, kransar afþakkaðir (sumir segja nú að hún hafi komið fram á nokkrum miðilsfundum í næstu götu, blessunin). Þá tekur fullhuginn rassskellti upp hjá sjálfum sér að grýta og brjóta glugga í húsum allra gamalla kerlinga í hverfinu. Þó þær séu ekki brjálaðar og hafi jafnvel sést á kvenfélagsfundum. Og séu heldur ekki kartöfluræktendur.