sunnudagur, maí 08, 2005

Mér finnst mjög gaman að horfa á Gérard Lemarquis í sjónvarpi. Hann er holdtekja alls þess sem franskt er. Svo eru hendurnar á honum aldrei inni í rammanum.

Úúú, ég sé í blaðinu að Arthúr Björgvin Bollason var með fyrsta útvarpsþátt af fjórum í morgun um Schiller. Guði sé lof fyrir vefupptökurnar. Ef hann fer með einhverja tilvitnun á þýsku þá líður að öllum líkindum yfir mig.