In your face, Sísí!
Í dag las ég dánarfregnir og jarðarfarir í fyrsta skipti. Það var allt í lagi með mig þar til ég lét stefið rúlla og sagði: „Dánarfregnir ... og jarðarfarir.“ Um leið og ég sleppti orðinu var ég kominn inn í bíl með mömmu árið 1989 eftir að afi dó og hún kveikti á útvarpinu til að heyra nafn hans lesið. Þá áttaði ég mig á því að um allt Ísland hefði fólk gert slíkt hið sama og væri nú að hlusta á mig; ég væri beinlínis að skapa minningar fólks sem ég þekkti ekki. Það þyrmdi svolítið yfir mig.
Því létti þó eftir fréttir kl. 14, þegar fréttamaðurinn kom inn í stúdíóið. Hann sagði við mig: „Heyrðu, ég leigi hjá Gunnari Eyjólfssyni. Hann sló á öxlina á mér í morgun og sagði: „Svavar minn, nýi þulurinn á Rás 1, hann er góður ... mjög góður.““
Gunnar Eyjólfsson. Aldrei hef ég vitað slíka ánægju í starfi.
Í dag las ég dánarfregnir og jarðarfarir í fyrsta skipti. Það var allt í lagi með mig þar til ég lét stefið rúlla og sagði: „Dánarfregnir ... og jarðarfarir.“ Um leið og ég sleppti orðinu var ég kominn inn í bíl með mömmu árið 1989 eftir að afi dó og hún kveikti á útvarpinu til að heyra nafn hans lesið. Þá áttaði ég mig á því að um allt Ísland hefði fólk gert slíkt hið sama og væri nú að hlusta á mig; ég væri beinlínis að skapa minningar fólks sem ég þekkti ekki. Það þyrmdi svolítið yfir mig.
Því létti þó eftir fréttir kl. 14, þegar fréttamaðurinn kom inn í stúdíóið. Hann sagði við mig: „Heyrðu, ég leigi hjá Gunnari Eyjólfssyni. Hann sló á öxlina á mér í morgun og sagði: „Svavar minn, nýi þulurinn á Rás 1, hann er góður ... mjög góður.““
Gunnar Eyjólfsson. Aldrei hef ég vitað slíka ánægju í starfi.
<< Home