fimmtudagur, júní 09, 2005

Hápunktur lífs míns

Gamall maður hávaxinn með dökk gleraugu og í tvídjakka gengur inn í stúdíó 3 í Útvarpshúsinu við Efstaleiti. Hann bandar höndum og bíður. Bent er inn í hljóðstofu. Hann gengur þangað inn og réttir fram hönd sína.

GM (adagio molto): Sæll og blessaður, Jónas Jónasson heiti ég. Þú hefur góða og flotta rödd, réttar áherslur og fínan tón. Til hamingju.

Gamli maðurinn fer. Fyrir utan standa Ragnheiður Ásta Pétursdóttir og Gerður G. Bjarklind og horfa á mig. Mér leið eins og Luke Skywalker í lokin á The Return of the Jedi.

Hlustendum er þess vegna bent á þetta og þetta.