föstudagur, maí 27, 2005

Sverð mitt er aldrei slíðrað

From: Atli Freyr Steinþórsson [atlif@isholf.is]
To: 'andres.magnusson@vbl.is'
Cc:
Subject: Röng latína

Ágæti Andrés.

Í Blaðinu í gær, 26. maí, slóstu um þig með latínu í pistli og skrifaðir „Qui custodiet ipsos custodes?“. Fyrsta orð þessarar setningar er rangt, þar sem ‘qui’ er tilvísunarfornafnið ‘sem’. Rétt væri setningin „Quis custodiet ipsos custodes?“, þar sem ‘quis’ er persónufornafnið ‘hver’. Vonast ég til að þessi villa verði leiðrétt í næsta pistli, þar sem vandvirkni er dyggð.

Kærar kveðjur
Atli Freyr Steinþórsson