Ég er að læra undir próf eins og ráða má en fann fyrir þörf til að blogga eftirfarandi hugsun:
Ég bý í mjög díversu þjóðfélagi. Við erum 300.000 talsins, en ég fékk samt skyndilega mjög sterka tilfinningu fyrir því að hér rúmist allt. Bæði ríkir bankastjórar í húsi með sundlaug, brotnar skeiðar einhvers staðar á Holtavörðuheiði, óhamingjusamt skáld í herbergi undir súð sem líður mjög illa hægra megin í baki og unglingsstelpa á Egilsstöðum sem er með ánægjublossa undir bringspölunum eftir að hafa staðið sig vel í atvinnuviðtali.
Á móti kemur að mér finnst að þjóðfélag á borð við Lúxembúrg sé ekki jafndíverst, en það rúmar aðeins ömurleikann. Þá staðreynd mun ég hins vegar viðra í öðru formi á öðrum stað á öðrum tíma.
Ég bý í mjög díversu þjóðfélagi. Við erum 300.000 talsins, en ég fékk samt skyndilega mjög sterka tilfinningu fyrir því að hér rúmist allt. Bæði ríkir bankastjórar í húsi með sundlaug, brotnar skeiðar einhvers staðar á Holtavörðuheiði, óhamingjusamt skáld í herbergi undir súð sem líður mjög illa hægra megin í baki og unglingsstelpa á Egilsstöðum sem er með ánægjublossa undir bringspölunum eftir að hafa staðið sig vel í atvinnuviðtali.
Á móti kemur að mér finnst að þjóðfélag á borð við Lúxembúrg sé ekki jafndíverst, en það rúmar aðeins ömurleikann. Þá staðreynd mun ég hins vegar viðra í öðru formi á öðrum stað á öðrum tíma.
<< Home