fimmtudagur, september 22, 2005

Hvar eru hipparnir þegar maður þarf á þeim að halda?

Eins mikið og ég bölva hippunum fyrir að hafa líberalíserað heiminn of mikið, eyðilagt hornspangagleraugna-jakkafata-fílinginn í skólunum og fengið það í gegn að latína varð ekki lengur inngönguskilyrði í háskóla, þá mega þeir eiga það að þeir fengu sitt í gegn.

Í Háskóla Íslands er í sumum námskeiðum gefið í heilum og hálfum upp í þrjá fyrir verkefni. Ef ein lítil villa finnst í verkefni fást því 2,5 (83%) fyrir það, en ef gefið væri upp í 10 fengjust 9,5 (95%). Er þetta sanngjarnt?

Ríkisstjórnir í Frakklandi á sjöunda áratugnum þurftu að segja af sér fyrir minni brot gegn stúdentum en þetta.