Guð minn góður
Mér er nú eiginlega hætt að standa á sama. Í dag fékk ég lítið bréf, sem bar nafn mitt og heimilisfang, ritað settlegri skólaskrift, að því er virtist með hendi gamallar konu. Frímerki hafði bréfið ekkert, en skartaði þess í stað forlátapóststimpli.
Nú. Inni í þessu bréfi var samanbrotið A4-blað. Á það voru límdir bókstafir sem klipptir höfðu verið út úr dagblöðum, bæði fréttum og auglýsingum. Úrklippur þessar mynduðu setninguna: „Ó ég hlusta / alltaf á þig.“ Skástrikið táknar skil milli samanbrotinna hluta blaðsins.
Nú eru nokkrir möguleikar í stöðunni:
1) Bréfið föndraði gömul kona sem finnst gaman að hlusta á mig í útvarpinu. Hún ætlar sér hins vegar ekkert lengra með þessa aðdáun en þetta.
2) Bréfið föndraði gömul kona sem finnst gaman að hlusta á mig í útvarpinu og ætlar að drepa mig og geyma mig í formalíni hjá sér.
3) Bréfið föndraði einhver misvitur kunningi minn mér til hrellingar.
Fólk sem fær svona bréf í bíómyndunum þarf iðulega að þola abdúksjón eða eitthvað þaðan af verra. Þess vegna þori ég ekki að labba einn úti í myrkrinu þessa dagana.
Mér er nú eiginlega hætt að standa á sama. Í dag fékk ég lítið bréf, sem bar nafn mitt og heimilisfang, ritað settlegri skólaskrift, að því er virtist með hendi gamallar konu. Frímerki hafði bréfið ekkert, en skartaði þess í stað forlátapóststimpli.
Nú. Inni í þessu bréfi var samanbrotið A4-blað. Á það voru límdir bókstafir sem klipptir höfðu verið út úr dagblöðum, bæði fréttum og auglýsingum. Úrklippur þessar mynduðu setninguna: „Ó ég hlusta / alltaf á þig.“ Skástrikið táknar skil milli samanbrotinna hluta blaðsins.
Nú eru nokkrir möguleikar í stöðunni:
1) Bréfið föndraði gömul kona sem finnst gaman að hlusta á mig í útvarpinu. Hún ætlar sér hins vegar ekkert lengra með þessa aðdáun en þetta.
2) Bréfið föndraði gömul kona sem finnst gaman að hlusta á mig í útvarpinu og ætlar að drepa mig og geyma mig í formalíni hjá sér.
3) Bréfið föndraði einhver misvitur kunningi minn mér til hrellingar.
Fólk sem fær svona bréf í bíómyndunum þarf iðulega að þola abdúksjón eða eitthvað þaðan af verra. Þess vegna þori ég ekki að labba einn úti í myrkrinu þessa dagana.
<< Home