Merkilegasta slafaþjóðin
Þetta þýðir: „Afsakið, hvað er klukkan? Klukkan er tólf. Þakka þér kærlega fyrir.“ Tinna reyndi að kenna mér að spyrja um klukkuna á tékknesku áðan en hún talaði of hratt. Ég er haldinn fordómum gagnvart Rússlandi og rússnesku en ég vil samt læra slafneskt mál. Það liggur beinast við að læra pólsku, vegna þess að sambúðin við Pólverja hefur verið leiðarstef í þýskri þjóðarsögu síðustu árhundruð og fullkominn skilningur á þýskri þjóðarsál er langtímamarkmið mitt. Pólska gæti því verið hopphella í áttina.
Þá eru Pólverjar kúltúrþjóð og Kristssoldátar. Ef pólski konungurinn Jan Sobieski hefði ekki komið Vínarbúum til hjálpar á ögurstundu árið 1683 og brytjað Tyrkina í spað sem sátu um borgina (sjá nánar hér) þá bæri Evrópa annan svip í dag. (Hér er reyndar líka mynd af augnablikinu þegar Jan Sobieski sendir páfanum í Róm hraðboð um fall hundtyrkjans. „Gjörðu svo vel, hraðboði, seg Hans Heilagleika af sigri Vorum. Hlaup, hraðboði. Hlaup.“)
Pólverjar hafa sem sagt verið til margs annars nýtilegir í veraldarsögunni en flaka fisk á Íslandi og lyddast undir kommúnistum, eins og helstu fordómar gegn þeim hljóða. Pólverjar hafa átt sér þroskað ritmál frá alda öðli og státa af bókmenntum sem pólskukunnátta væri lykill að.
Frédéric Chopin var pólskur, eða Fryderyk eins og það hljómar á pólsku.
Á ferðalagi um Vestfirði hefði pólskukunnátta ýmiskonar hagræði og fyrirgreiðslu í för með sér.
Á næstu dögum birtast fleiri greinar undir heitinu Merkilegasta slafaþjóðin (fyrir utan Rússa, sem teljast ekki með).
Þetta þýðir: „Afsakið, hvað er klukkan? Klukkan er tólf. Þakka þér kærlega fyrir.“ Tinna reyndi að kenna mér að spyrja um klukkuna á tékknesku áðan en hún talaði of hratt. Ég er haldinn fordómum gagnvart Rússlandi og rússnesku en ég vil samt læra slafneskt mál. Það liggur beinast við að læra pólsku, vegna þess að sambúðin við Pólverja hefur verið leiðarstef í þýskri þjóðarsögu síðustu árhundruð og fullkominn skilningur á þýskri þjóðarsál er langtímamarkmið mitt. Pólska gæti því verið hopphella í áttina.
Þá eru Pólverjar kúltúrþjóð og Kristssoldátar. Ef pólski konungurinn Jan Sobieski hefði ekki komið Vínarbúum til hjálpar á ögurstundu árið 1683 og brytjað Tyrkina í spað sem sátu um borgina (sjá nánar hér) þá bæri Evrópa annan svip í dag. (Hér er reyndar líka mynd af augnablikinu þegar Jan Sobieski sendir páfanum í Róm hraðboð um fall hundtyrkjans. „Gjörðu svo vel, hraðboði, seg Hans Heilagleika af sigri Vorum. Hlaup, hraðboði. Hlaup.“)
Pólverjar hafa sem sagt verið til margs annars nýtilegir í veraldarsögunni en flaka fisk á Íslandi og lyddast undir kommúnistum, eins og helstu fordómar gegn þeim hljóða. Pólverjar hafa átt sér þroskað ritmál frá alda öðli og státa af bókmenntum sem pólskukunnátta væri lykill að.
Frédéric Chopin var pólskur, eða Fryderyk eins og það hljómar á pólsku.
Á ferðalagi um Vestfirði hefði pólskukunnátta ýmiskonar hagræði og fyrirgreiðslu í för með sér.
Á næstu dögum birtast fleiri greinar undir heitinu Merkilegasta slafaþjóðin (fyrir utan Rússa, sem teljast ekki með).
<< Home