miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Mikið ert þú meydómslegur í dag

Ég hef Stíg Helgason grunaðan um að stíla fréttatilkynningar frá Mími, félagi íslenskunema. Það kemur ekki á óvart, enda er téður Stígur nú búinn að segja sig úr öllum námskeiðum til að einbeita sér að skemmtilegum tölvuskrifum á borð við þessi.

Nei, haldið þið ekki að rétt í þessu hafi Erlingur Óttar Thoroddsen gengið fram hjá mér í tölvuverinu í Árnagarði, vafalaust valhoppandi á leið í kennslu-tíma, en gefur sér þó engan tal-tíma til að eyða orði á kunningja sína. Hann leggur sig sko ekki í líma. Við að síma.

Þetta ætlar engan enda að taka. Þarna kemur Helgi Hrafn Guðmundsson, regnblautur á leið í sama kennslu. Tíma. Ábyggilega með síma. Innanklæða.

Hættum vér nú að ríma.