Minning úr Garðaskóla
[Re-yn'jong]-ið hefur kveikt í mér meira en ég vil. Núna streyma minningarnar fram án þess að gera boð á undan sér. Eins og til dæmis úr Sundlaug Garðabæjar kl. 8 að morgni vetrardags, þar sem ég stend myglaður og hlusta á Elísabetu Brand lesa nafnalistann rösklega og valdsmannslega og önnur hver stelpa er með trefil og heldur um úlnliðinn á sér og segir: „Nee, é e fofföddluð.“ Ég man að ég hugsaði alltaf um misræmið sem var milli þessa hátíðlega orðs og hins óvandaða framburðar.
Og nei mér dettur ekki í hug að fara á þetta dót. Aldrei. Nokkurn. Tíma.
[Re-yn'jong]-ið hefur kveikt í mér meira en ég vil. Núna streyma minningarnar fram án þess að gera boð á undan sér. Eins og til dæmis úr Sundlaug Garðabæjar kl. 8 að morgni vetrardags, þar sem ég stend myglaður og hlusta á Elísabetu Brand lesa nafnalistann rösklega og valdsmannslega og önnur hver stelpa er með trefil og heldur um úlnliðinn á sér og segir: „Nee, é e fofföddluð.“ Ég man að ég hugsaði alltaf um misræmið sem var milli þessa hátíðlega orðs og hins óvandaða framburðar.
Og nei mér dettur ekki í hug að fara á þetta dót. Aldrei. Nokkurn. Tíma.
<< Home