mánudagur, janúar 16, 2006

Ég var að dást að sjálfum mér í úrklippusafninu mínu eins og ég geri iðulega á miðvikudagskvöldum og sé þá gamalkunna verðlaunamynd af mér (já, af mér og engum öðrum) í Þýskuþrautinni 2002 í nýju ljósi; stendur þar fremst Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir, samstúdína mín.

Hefði ekki verið gaman ef hún hefði gengið upp að mér þennan dag fyrir svo margt löngu, mjög dularfull í framan, og sagt: „Þú átt eftir að sitja í ritstjórn blaðs með mér og svíkja mig og blaðið og alla sem í ritstjórninni sitja. Síðan áttu eftir að þýfga mig um öll verkefni sem þú átt að skila vegna þess að þú nennir ekki að gera þau sjálfur.“ Og hrækt síðan á mig.