sunnudagur, ágúst 13, 2006

Welch ein Schwung

Og sjötti engillinn básúnaði úr geislaspilaranum. Þá heyrði ég rödd eina frá hornunum á gullaltarinu, sem er frammi fyrir Guði. Og röddin sagði við sjötta engilinn, sem hélt á básúnunni:

Heiligste Dreieinigkeit,
großer Gott der Ehren,
komm doch, in der Gnadenzeit
bei uns einzukehren,
komm doch in die Herzenshütten,
sind sie gleich gering und klein,
komm und laß dich doch erbitten,
komm und kehre bei uns ein,
komm und ziehe bei uns ein!


Þú spyrð, Fimmti guðspjallamaðurinn? Nei, Guð sjálfur.

Og vegna þess koma dagar þar sem manni finnst Dreieinigkeit í fyrstu línu hálfgerð skekkja einhvern veginn, Viereinigkeit væri nær lagi. Væri ekki nær að skunda á kirkjuþing í Laterano þar sem þrenningunni yrði varpað fyrir róða og hinn heilagi ferningur hafinn upp? (Viðeigandi breytingar gerðar á trúarjátningum hér og þar.) Guð faðir, sonur, heilagur andi og Johann Sebastian.

Þetta gæti jafnvel sameinað Austurkirkjuna og Vesturkirkjuna ef vel tekst til.