föstudagur, ágúst 04, 2006

Ég vil horfa á Star Trek

Ég hef náð að hrista fávitahroll gærdagsins af mér og fór út í Fjarðarkaup. Elskaðar föðursystur mínar eru að koma í heimsókn á morgun að skoða íbúðina mína. Ég fékk skipun frá HQ um að kaupa eitthvað ostadrull, vínber og ritzkex oní þær. Þetta er svo fínt.

Verst að heimsóknina ber upp á sama tíma og Star Trek-prógrammið á bé bé sé. Einn þáttur úr upphaflegu seríunni og tveir Next Generation-þættir. Af þessu missi ég.