föstudagur, júlí 14, 2006

Tenórrödd og nálarsnark

Mér hefir verið falið innan stofnunarinnar að velja síðasta lag fyrir fréttir 17.-30. júlí. Möguleikarnir sem þetta gefur mér til húmoristískrar misnotkunar skelfa mig.

Því nú er síðasta lag fyrir fréttir heilög menningarstofnun, ríki í Ríkisútvarpinu. Hvað um að spila Ham fyrir fréttir? Eða Purrk Pillnikk? Geir Ólafsson?

„Geir Ólafsson söng Dagurinn í dag, lag Friðriks Ómars Hjörleifssonar, sem nefndur var „absúrdhressi“, við ljóð Kristjáns Hreinssonar Skerjafjarðarskálds. Nafnlaus einstaklingur lék á skemmtara. Útvarp Reykjavík, klukkan er tuttugu mínútur gengin í eitt. Fréttir.“

Tenórrödd og nálarsnark, eða karlsópran Geirs Ólafs og skemmtari? Já það verður gaman í hádeginu á mánudaginn.