laugardagur, júlí 08, 2006

Mansalsteknó og LP-platan Deutscher Polenfeldzug

Áður hefur komið fram að við hlið mér býr pólsk barnafjölskylda. Nú bregður svo við á sunnudegi, þegar ég er að lesa Morgunblaðið og hlýða hádegisfréttum, að ömurleg tónlist fer að berast gegnum veggina. Um var að ræða frámunalega háværa og örvæntingarfulla teknótónlist (takturinn: ííí ííí, ííí ííí ííí ííí), nokkurs konar mansalsteknó sem maður býst við að heyra í skúmaskotum Austur-Evrópu innan um gógódansara í búrum.

Mansalsteknói vill enginn hlýða yfir Morgunblaði og hádegisfréttum á sunnudegi, en einhvern veginn kunni ég ekki við að grípa til aðgerða. En næst þegar svona gerist þá verður skellt á fóninn Warschauer Einzugsmarsch 1939, nágrönnum mínum til yndisauka.