fimmtudagur, júlí 06, 2006

Atli Freyr Steinþórsson, húsmóðir

Ég fer í Bónus og geri magninnkaup. Síðan kem ég heim og sé reikninga í póstkassanum sem ég legg á minnið að þurfi að skila til þjónustufulltrúa í bankanum. Svo sé ég að Morgunblaðið er ekki enn komið og hringi og kvarta með bónuspokana í höndunum. Tek síðan upp úr pokunum. Æi, skrambans, osturinn inni í ísskáp er kominn fram yfir síðasta söludag. Best að rífa hann og frysta svo hann nýtist eitthvað. Oh, það þarf að þrífa eldavélarhelluna. Hvert lét ég Cif-kremið sem virkaði svo vel á bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla..........

Þetta átti aldrei að fara svona. Þetta átti ekki að gerast. Ég átti ekki að verða fullorðinn. Hver bað um þessar eymdarhugsanir?