föstudagur, júlí 07, 2006

Ég er búinn að fatta Lost

Það er verið að rækta nýtt mannkyn á eyjunni. Þess vegna hafa þau svona mikinn áhuga á börnum, sbr. börn frönsku kerlingarinnar og nýfædda barnið hennar Claire. Orð sem Skotinn lét falla í síðasta þætti gefa til kynna að ekkert sé fyrir utan eyjuna, mannkynið hafi þess vegna væntanlega tortímst annars staðar en á eyjunni. Styttan með fjórar tær er jafnframt bending í átt til kenningarinnar um nýtt mannkyn, sem er á skjön við það sem fyrir var.