föstudagur, júlí 14, 2006

Límt í þríriti utan á lúguna í nótt

Vinalegt en samt reprimandandi. Mikið má vera ef þetta leysir ekki vandann. Sjáum hvað setur.

Kæru blaðberar!

Atli heiti ég og bý á efstu hæð í þessu húsi. Ég vinn vaktavinnu hjá Ríkisútvarpinu og tæmi því póstkassann ekki reglulega á morgnana. Undanfarnar vikur hef ég fengið Blaðið mjög stopult og það virðist vera vegna þessa:

Þegar Morgunblaðið (eða Fréttablaðið, hvort sem kemur á undan) er komið í póstkassann er lítið pláss eftir og þess vegna lætur blaðberi Fréttablaðsins það standa hálfpartinn út úr lúgunni. Þetta sér sá sem ber út Blaðið í hádeginu og reiknar þannig með að ekki sé nóg pláss í póstkassanum eða lúgunni fyrir Blaðið, og lætur mig því ekki hafa það.

Ég fylgist vel með þjóðmálum og geri mér far um að vita hvað stendur í öllum dagblöðunum en mér þykir mikill fengur að þeim öllum þremur. Mér finnst það heldur verra þegar þau koma alls ekki.

Þess vegna langar mig að biðja ykkur um að leggjast á eitt svo að öll blöðin passi í póstkassann; blaðberar Morgunblaðsins og Fréttablaðsins á morgnana geta reynt að koma sínum blöðum báðum fyrir inni í póstkassanum án þess þó að troða þeim og skemma þau, og þannig getur blaðberi Blaðsins komið sínu fyrir. Ég gáði að því mér til gamans og komst að því að blöðin eiga öll að geta komist fyrir inni í póstkassanum.

Hafið bestu þökk fyrir og ef þetta gengur ekki eða þið hafið einhverjar spurningar, þá er ykkur velkomið að hringja í mig eða senda mér tölvupóst:

Atli Freyr Steinþórsson
846-2871
afs1 hjá hi.is