laugardagur, júlí 08, 2006

„Mikið er nú Händel gamaldags“

Svona hugsuðu aristókratarnir í Vín einu sinni (reyndar segi ég nú bara fokkjú við svona viðhorfum, en hvað um það). Þeir fengu Mozart til að sprúsa upp á hann og „umbæturnar“ fólust aðallega í því að gera bassalínuna aðeins flóknari og erki-mózartískar óbókrúsídúllur eru komnar hér og þar: „Æi, helvíti var þetta klént hjá kallinum, hér þarf ég nauðsynlega að bæta við tilgangslausri óbókrúsídúllu.“

Þessu má í raun líkja við að fóli á borð við Marcel Duchamp yrði sleppt lausu inni í Péturskirkjunni með málningardollu og pensil.