fimmtudagur, júlí 27, 2006

Það er svo erfitt að búa einn

Fyrir skemmstu þegar ég var ekki búinn að læra hvernig er best að haga uppvaski (það á að þvo upp jafnóðum svo það safnist ekki fyrir) þá lenti allt í kjarnorkusprengju; fullur vaskur og fullt eldhús reyndar af ógeðslegu óhreinu leirtaui með storknaðri pastasósu eins og aftökusveit hafi skotið sígauna eða geðsjúkling í nágrenninu.

Sömuleiðis var klósettið orðið staður hræðslu og viðbjóðskennda enda ekki á hverjum degi sem maður veður í storknuðu hlandi og vatnspollum með slímhimnu og líkamshárum ofan á.

Nei, þá hringdi ég í mömmu og sagði henni að koma að þrífa hjá mér. Síðan fór ég í vinnuna á kvöldvakt, og þegar ég kom heim um nóttina var búið að þrífa allt í eldhúsinu, skúra baðið, búa um rúmið mitt og taka óhreina tauið.