laugardagur, febrúar 17, 2007

Non medicus sed historicus

Það er fátt eins gleðilegt og að sitja með Ásgeiri á Aktu-taktu, ritrýna orðalag í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins og ræða nýlendustefnu. Við þau tækifæri verður mér hugsað að Ásgeir á ekki að vera að hjakka hálfvolgur í Medícínu, heldur snúa sér til glóandi Historíu sem bíður hans á sigurtindi með sverð í hendi. Ásgeir á að vera Historiker.