laugardagur, júní 30, 2007

Fornaldardýrkun

Fornaldardýrkun getur verið tvenns konar; göfug og vekjandi eða heimskuleg og þreytandi. Það er heimskuleg og þreytandi fornaldardýrkun að segja Lundúnir fyrir London, Kænugarður fyrir Kiev og Dyflinni fyrir Dublin.

Ef við schauen dem Volk aufs Maul sjáum við að það myndi enginn lifandi maður með réttu ráði segja í fullri alvöru: „Heyrðu, ég var í Lundúnum um daginn,“ eða: „Djöfull var Evróvisjón í Kænugarði ömurlegt“. Það er kveifarleg postulíns-íslenska að segja Lundúnir, Kænugarður og Dyflinni. Og „Evróvisjón“, sem er ömurlegasta dæmi um staurblinda fílabeins-RÚV-íslensku sem ég veit um. Hugsið ykkur, „Evróvisjón“. Hver vill telja rökvillurnar í þeirri illa heppnuðu og arfaslöku tökuþýðingu, sem gefur sig út fyrir að vera „rétt“ íslenska?

Hvar eigum við að stoppa? Segja Bjarnmundarniðjaheimar fyrir Birmingham? Gerum það bara. Förum bara alla leið í þessari stjórnlausu geðsýki.