þriðjudagur, mars 25, 2003

Fimleikapróf

Ég tók fimleikapróf í dag með félögunum. (Já, fimleika-„próf“.) Það var rosalegasta sýning sem haldin hefur verið norðan Alpafjalla.

Í ár var stiginn endurreisnarhirðdans með viðeigandi hljóðfæraslætti og höfugum snúningum. Áhorfendur lágu í gólfinu af hrifningu.

Og þó. Rosalegasta sýning sem haldin hefur verið norðan Alpafjalla hlýtur að teljast fimleikaprófið í fyrra, en ég hef fyrir satt að það verði seint toppað. Mjög seint. Afar seint.