föstudagur, mars 07, 2003

Skór

Fyrir rúmum mánuði átti ég tvö pör af íþróttaskóm, annað útipar, hitt innipar. Nú gerist það einn daginn að ég, heimkominn, finn ekki útiparið mitt í íþróttatöskunni og hefst þá mikil sókn í ranni mínum. Hvorki finn ég skóna heima hjá mér eða í óskilamununum vikuna á eftir og dró þá ályktun að ég hefði gleymt þeim í íþróttahúsinu og einhver tekið þá. Ég átti þó inniparið upp á að hlaupa.

Eftir næsta innitíma saknaði ég inniskónna minna einnig. Þeir höfðu vafalaust verið gripnir svo miklum harmi þegar útiparið týndist að þeir hafa ákveðið að fremja sjálfsmorð og kasta sér í glötun með því að hlaupast á brott. Needless to say þá fann ég skópar þetta ekki í óskilamununum. Ekki fékk ég ráðið neitt við það, en þótti kyndugt að hafa tapað tveimur skópörum á jafnmörgum vikum og þau horfið sporlaust (hahahaha, hvílíkt pun!).

Það þurfti því að punga út tíuþúsundkalli fyrir nýjum skópörum, og hefur farið fé betra.

Nú líður og bíður. Verður mér þá sjöunda mars 2003 klukkan tuttugu mínútur í tólf litið á óskilahilluna í íþróttahúsinu og sé ég þá skópörin tvö lifandi komin. Eftir dúk og disk koma þau aftur í leitirnar þegar búið er að lýsa þau látin og búið að halda jarðarför með tómum kistum og alles.

Ó, hvað það hefði verið hægt að eyða þessu fé í eitthvað skynsamlegra. Ó.