sunnudagur, febrúar 23, 2003

Bull og vitleysa

Stærðfræðipróf á morgun. Ja, þegar ég verð menntamálaráðherra ...

Þeir fara fjöld

Í vikunni sat ég rólegur í strætóskýli einu innan borgarmarkanna og beið eftir vagninum. Sé ég þá hvar fimman brunar upp að skýlinu og staðnæmist. Dyrnar opnast og við stýrið situr Karl XVI Gústaf Svíakonungur, uppáklæddur í einkennisbúning strætisvagnabílstjóra, og glápir á mig yfir gleraugun sín. Síðan keyrði hann vagninn burt.

Þetta minnir mig óneitanlega á það þegar ég sá Poul Nyrup Rasmussen, þáverandi statsminister í Danmörku, rigningardag einn haustið 2001 á Bókhlöðustígnum, haldandi á regnhlíf og skjalatösku.

Skyldu norrænir þjóðaleiðtogar sækja til Íslands þegar þeir vilja hverfa í mannfjöldann í einhverri heimsborginni? Kannski finnst Karli XVI Gústaf bara ansi þægilegt að geta gripið til strætókeyrslu í Reykjavík þegar Stokkhólmur verður of þrúgandi ...

Ég hlakka til að fara aftur í fimmuna.

Allt

Það er bókstaflega allt að gerast í bloggheimum. Sowohl Snæbjörninn als auch Alexxxan hafa inciperað bloggun. Þá hefir Sævar von Flenschburg hafið að greina frá viðburðum í Slésvík-Holtsetalandi.

Fynd vikunnar

Það var nú talað um að bera mál sín á torg í mínu ungdæmi.

Herranótt

Og þá er það Herranæturferð á eftir. Ég hlakka til.