sunnudagur, mars 09, 2003

Óskynsamlegt

Svo ég haldi nú áfram að tala um íþróttir, þá vil ég lýsa yfir vanþóknun minni á bekkpressu. Ég fór í þartilgert tól á föstudaginn og lyfti einhverjum skitnum 30 kílóum upp og niður nokkrum sinnum. Ég hef aldeilis þurft að borga það dýru verði því að:

1) Klukkutímana eftir þetta reyndist mér örðugt að skrifa vegna þess hversu mjög hendur mínar skulfu og var það óþægilegt.

2) Nú um helgina hafa upphandleggsvöðvar mínir verið í lamasessi og það er vont að hreyfa handleggina.

Mæli ég ekki með þessu við neinn mann.