þriðjudagur, apríl 08, 2003

Mánudagur

15:05 Kem inn úr dyrunum. Fæ mér að borða.

15:55 Geri margar misheppnaðar tilraunir til að horfa á Barry Lyndon á DVD-disk sem er of rispaður til að hann spilist. Ergi mig á því um stund.

16:55 Fer á internetið.

17:35 Leggst til svefns.

Þriðjudagur

1:25 Vakna. Ligg andvaka. Hlusta á orgelsinfóníu Saint-Saëns.

4:25 Ligg enn andvaka.

7:10 Fer í strætó. Verð næstum úti.

7:50 Fer úr strætó í Lækjargötu.

8:10 Dey.