sunnudagur, mars 07, 2004

Bilun á gamals aldri

Stundum dettur mér í hug að fletta upp þremur eða fjórum sniðugheitum á internetinu en þegar ég er búinn að hringja inn og kominn á Google er ég búinn að steingleyma því hvað ég ætlaði að skoða.

Reyndar er ég þá oft búinn að skoða nokkrar bloggsíður. En það skiptir ekki máli. Núna er ég farinn að skrá hugdetturnar í Notepad áður en ég fer á netið, en það er mjög effektíft.