fimmtudagur, mars 11, 2004

Sine nomine

Örlagadísirnar hafa reynst mér hliðhollar í dag þótt A. Funch hafi orðið fyrir barðinu á hamslausu fári þeirra. Stuttu eftir að ég póstaði síðustu færslu hringir í mig maddama Þorbjörg Sveinsdóttir og tilkynnir mér að „einhver strákur [hafi komið] inn í frönskutíma í dag með eitthvað svona bleikt tölvudót sem [ég á]“.

Fundvísi benefaktor! Heiður sé yður! Þær ómaklegu svívirðingar sem ég úthúðaði yður með dæmast þeim mun ómerkari sem þér eruð meiri dánumaður og monsér. Þótt nafnlausir séuð mun yður búinn staður á himnum sakir þessa góðviljaverks.