fimmtudagur, mars 11, 2004

Þýðlegur viðurgerningur garanteraður

Ef einhver hefur tekið tölvukubbinn minn í misgripum en lesið færsluna að neðan, þá þarf hann ekki að vera hræddur. Ég mun taka mildilega við hverjum þeim sem vill sameina okkur aftur.

En að öðru. Nokkurs konar deiglykt á göngunum, hál gólf og stigar, blóð, rimill einn sleginn úr stigahandriðinu og það sem mest er um vert: Glerrúðan í borgundarhólmsklukkunni fögru A. Funch frá Kjöbenhavn í anddyrinu ... brotin! Brotin, brotin, harmafregn! Vei, ó vei yður, illu örlagadísir!

Jæja. Þetta hefði getað verið verra. Í æði sínu hefðu þau getað tekið málverkið af Sveinbirni Egilssyni og skrifað tegurdæmi á það.