föstudagur, apríl 02, 2004

Ef menn skyggnast undir yfirborðið uppljúkast miklir heimar

Þetta á til dæmis við um Vivaldi. Það er stutt síðan ég fór að hlusta eftir bassalínunni í verkum hans, en hún er oftast miklu skemmtilegri en stefið í forgrunni, elegant og taktföst.

Kontrapunktur er sko ekki bara í útvarpinu.