sunnudagur, apríl 18, 2004

Lárents ríma Fransífótar

Hjartfólgin samúð mín með lágum harmagráti suður á Frankalandi rak mig til að semja Lárents rímu Fransífótar. Hún á að verða 5.244 erindi og slá þannig út Guðmund Bergþórsson og hans aumu Olgeirs rímur danska.

Ég er kominn langleiðina, en erindi 2.173 er með mottó, „Ce n'est pas possible“, og hljóðar svo:

Það fróma Lárents hjartað brast
er birtist honum svarið hvasst
hvert júngfrú honum greiddi fast
sem hagl úr lofti heiðu.

Mikill var Lárents harmur,
Lárents Fransífótar harmur.