miðvikudagur, apríl 14, 2004

Sumir menn eru bara of frægir

Í skriflegu stúdentsprófi í íslensku sem haldið var í Menntaskólanum í Reykjavík í dag (þessir forsetningarliðir voru í boði (já, Í boði) hollenska konsúlatsins í (já, Í!) Blómavali) var 12 stiga ritgerðarspurning um Halldór Laxness. HALLDÓR LAXNESS!

Ef þetta voru ekki auðveldustu 12 stig sem ég hef fengið á gjörvallri skólagöngu minni, þá veit ég ekki hvað. Jesús minn. Talandi um að skrifa upp úr sér! *


* Lesendur taki þessari færslu með þeim fyrirvara að ég hafi fengið 12 stig fyrir spurninguna. Að öðrum kosti verður henni eytt.