fimmtudagur, apríl 15, 2004

Stakhanovismi

Ójá. Dimissio-búningar komnir á hreint: glaðlyndir og stakhanovískir (en umfram allt hraustir) sovétverkamenn. Ljósbláar smekkbuxur, uppbrettar skyrtur, sixpensarar og skóflur.

Steðji verður prókúraður sem og hamrar ýmsir. Ætla ég mér að standa við og lýja járn, syngjandi Ínternatsíónalann á rússnesku, milli þess sem ég veifa eldrauðum fána og úthrópa kapítalistana í vestri. Þetta verður grand.

Oh, það yrði bara of flott ef við gætum útvegað gamlan, sovéskan Ínternatsíónal-traktor (slíkir kjörgripir voru einnig kallaðir Nallar) og látið hann draga okkur til roðans í austri eftir húllumhæið fyrir framan skólann!

Talandi um Nalla. Sem stendur er ég að koma alþjóðasöng verkalýðsins Ínternatsíónalanum í gríðarmörgum útgáfum fyrir á disk. Þá er ég að útbúa dreifiblað og önnur kennslugögn sem lúta að orþódoxri rússneskri prónúnsíasjón á því sama lagi. Síðan ætla ég mér að taka 6.A í kennslustund. Það verður sko engin miskunn hjá Magnúsdóttur í þeim únterrícht. ÞAÐ VERÐUR MUNNLEGT PRÓF EFTIR KENNSLUSTUNDINA OG ÞEIR SEM STANDAST ÞAÐ EKKI VERÐA SENDIR Í GÚLAGIÐ!!!!

Og hafið þið það!