föstudagur, nóvember 12, 2004

Ég er lamaður af sorg

Lappinn minn fékk harðdisksstopp og lést í fyrradag. Hann er nú í aðgerð svo hann jojki á ný.

Ég get ekki gert neitt sem ég á, þarf og vil gera. Ég þarf að velja mikilvægustu skjölin sem á að bjarga því það væri of dýrt að bjarga þeim öllum. Þess vegna mun ég ekki eiga neina tónlist á mánudaginn eða ýmsa skemmtilega hluti sem ég hef sankað að mér síðastliðið eitt og hálft ár.

Aukinheldur þurrkast öll forrit út af Lappanum. Ég fótósjoppa því ei meir.

Á einhver að minnsta kosti nýja útgáfu af Word handa mér svo ég geti komið mér af stað eftir helgi?

Lappi minn. Sniff.