fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Ladies and Gentlemen, the President and Vice President of the United States of America!

Vegna forsetakosninganna hef ég verið með tvö lög á heilanum og flogið um Árnagarð með þau á vörunum. Þessi lög eru inngöngumars forseta Bandaríkjanna, Hail to the Chief, og inngöngumars varaforseta Bandaríkjanna, Hail Columbia.

Það er hægt að breyta Hail to the Chief í ágætt sing-along:

Hail to the Chief we have chosen for the nation,
Hail to the Chief! We salute him, one and all.
Hail to the Chief, as we pledge cooperation
In proud fulfillment of a great, noble call.

Yours is the aim to make this grand country grander,
This you will do, that's our strong, firm belief.
Hail to the one we selected as commander,
Hail to the President! Hail to the Chief!


Þess má geta að lúðraþyturinn í upphafi er kallaður ruffles and flourishes og er endurtekinn fjórum sinnum fyrir forseta og varaforseta, þrisvar sinnum fyrir hershöfðingja og sjaldnar fyrir aðra.

Þótt við Hail Columbia sé til leiðinlegur texti er lagið frekar lúðrablástur en söngur. Textalaust hefur því lagið verið mér sýnu verst. Nú er svo komið að það rúllar aftur og aftur og aftur í hausnum á mér.

Vart þarf að taka fram að ég er kominn með leiða á því.

Annars er þetta unaðslegt gósenland.