mánudagur, október 25, 2004

HR-áskóli

Ég sit inni í litlu tölvustofunni í Árnagarði baðaður mahóníljósi. Ég er í blástrípaðri skyrtu, fráhnepptri. Ég er með skegg og úfið hár að skrifa á fartölvuna mína á fullu. Það vantar bara kókdós og þá væri ég að forrita.

En nei, góðir lesendur. Ég kitla menntagyðjurnar og skrifa um íslenska málstefnu.