fimmtudagur, október 21, 2004

Gaman

Það er gaman að hlæja að Castro. Sérstaklega þegar hann dettur niður af sviði og sveiflar höndunum í fallinu.

Ef árið væri 1965 hefði Mogginn haft orðin „Ha, ha!“ yfir fimm dálka á forsíðu og þessa mynd fyrir neðan. Á þessum leiðinlegu PC-tímum er Kúbuforseti hins vegar bara handleggsbrotinn.