Oktoberfest II
Já, þetta eru jólakortin í ár, það er nokkuð ljóst. Myndirnar voru teknar föstudaginn 1. október síðastliðinn á Oktoberfest Háskóla Íslands. Ég ákvað um morguninn að kenna mig að nokkru leyti til fósturþjóðar minnar, Þýskalands, og spranga um svæðið í hnésokkum og leðurvesti, með bjórkrús við hönd og hatt á höfði. Fátt hefur mér þótt skemmtilegra.
Ég játa aldrei að vélað hafi verið um gerð myndarinnar af mér í bæverskum fjallasal. Og sá er að því ýjar skal skoðast sem sérstakur óvinur þýskrar þjóðar.
Og að öðru
Áðan varð merkur atburður í sögu Atlaníu. Fyrir þá sem ekki vita er Atlanía stórhertogadæmi sem nær ávallt í tíu metra radíus út frá minni persónu. Atlaníu var komið á fót árið 1998 þegar ríkið lýsti yfir sjálfstæði frá Bessastaðahreppi og sjálfstæðisyfirlýsingin var birt í Garðaskóla. Síðan þá hefur ríkið lifað góðu lífi, hagvöxtur verið stöðugur og utanríkisverslun arðvænleg.
Áðan stofnsetti ég, Atli Freyr Steinþórsson, stórhertogi í Atlaníu, þjóðháskóla ríkisins sem ber heitið Universitas Atlaniae. Jafnframt skipaði ég Doctorem Atallum Freioverum Saxithorisfilium rectorem háskólans og setti hann inn í embættið við hátíðlega athöfn.
Stuttu eftir að þetta gerðist rak á fjörur mínar eitt stórkostlegasta vísindaafrek sem mannsandinn hefur unnið á sviði tölvunarfræði. Um það má lesa vísindalegan tractatum á heimasíðu höfundar.
Skipti þá engum togum að ég hóf upp raust mína og lýsti eftirfarandi yfir í votta viðurvist: „Ég, Doctor Saxithorisfilius, rector Universitatis Atlaniae, hef metið þenna verka Franks Arthurs Blöndahls Cassata verðan til docenstignar í tölvunarfræði við skólann. Embættisskipan þessi öðlast þegar gildi. Sé það góðu heilli gjört og vitað. — D. S.“
Yfirmaður útlendingaeftirlits Atlaníu, Atli Freyr Steinþórsson, kvað enga meinbugi á því að veita docenti Cassatae atlanískan ríkisborgararétt svo hann megi kenna við skólann, enda hafi hann enn sem komið er hreint sakavottorð og óflekkað mannorð.
Háskólaráð og rector Atlaníuháskóla bjóða því docentem Cassatam velkominn til starfa.
Já, þetta eru jólakortin í ár, það er nokkuð ljóst. Myndirnar voru teknar föstudaginn 1. október síðastliðinn á Oktoberfest Háskóla Íslands. Ég ákvað um morguninn að kenna mig að nokkru leyti til fósturþjóðar minnar, Þýskalands, og spranga um svæðið í hnésokkum og leðurvesti, með bjórkrús við hönd og hatt á höfði. Fátt hefur mér þótt skemmtilegra.
Ég játa aldrei að vélað hafi verið um gerð myndarinnar af mér í bæverskum fjallasal. Og sá er að því ýjar skal skoðast sem sérstakur óvinur þýskrar þjóðar.
Og að öðru
Áðan varð merkur atburður í sögu Atlaníu. Fyrir þá sem ekki vita er Atlanía stórhertogadæmi sem nær ávallt í tíu metra radíus út frá minni persónu. Atlaníu var komið á fót árið 1998 þegar ríkið lýsti yfir sjálfstæði frá Bessastaðahreppi og sjálfstæðisyfirlýsingin var birt í Garðaskóla. Síðan þá hefur ríkið lifað góðu lífi, hagvöxtur verið stöðugur og utanríkisverslun arðvænleg.
Áðan stofnsetti ég, Atli Freyr Steinþórsson, stórhertogi í Atlaníu, þjóðháskóla ríkisins sem ber heitið Universitas Atlaniae. Jafnframt skipaði ég Doctorem Atallum Freioverum Saxithorisfilium rectorem háskólans og setti hann inn í embættið við hátíðlega athöfn.
Stuttu eftir að þetta gerðist rak á fjörur mínar eitt stórkostlegasta vísindaafrek sem mannsandinn hefur unnið á sviði tölvunarfræði. Um það má lesa vísindalegan tractatum á heimasíðu höfundar.
Skipti þá engum togum að ég hóf upp raust mína og lýsti eftirfarandi yfir í votta viðurvist: „Ég, Doctor Saxithorisfilius, rector Universitatis Atlaniae, hef metið þenna verka Franks Arthurs Blöndahls Cassata verðan til docenstignar í tölvunarfræði við skólann. Embættisskipan þessi öðlast þegar gildi. Sé það góðu heilli gjört og vitað. — D. S.“
Yfirmaður útlendingaeftirlits Atlaníu, Atli Freyr Steinþórsson, kvað enga meinbugi á því að veita docenti Cassatae atlanískan ríkisborgararétt svo hann megi kenna við skólann, enda hafi hann enn sem komið er hreint sakavottorð og óflekkað mannorð.
Háskólaráð og rector Atlaníuháskóla bjóða því docentem Cassatam velkominn til starfa.
<< Home