föstudagur, september 24, 2004

Fólkið sem notar Þjóðarbókhlöðutölvurnar

Það er svo mikill hávaði af þessum helvítis lyklaborðum að það er eins og fólk noti kreppta hnefa til að dúndra á andskotans lyklana, einn og einn í einu. Eða réttara sagt: EINN OG EINN Í EINU!

Og hvað er fólkið að gera svona merkilegt? Er það að klappa latnesk kjarnyrði í stein á skjánum? Nei, það er að skrifa tölvupóst til vina sinna í útlöndum.

Svo eru flestir sem hér eru ófríðir með afbrigðum. Fólkið á uglypeople.com ætti ekki brottgengt héðan ef það kæmi í efnissöfnun.

Flestir hérna eru líka útlendingar, marenostrískir plebbar sem minna mig óþyrmilega á leiðinlegasta háskólabókasafn í heimi í ógeðslegustu úrínborg í heimi, Barcelona, eða Hlandstadt eins og ég kýs að kalla hana.

Ég held ég sé í vondu skapi.