miðvikudagur, september 15, 2004

Serjeant at Arms! Seize them!

Ríkisstjórn Tony Blairs heldur áfram að saxa niður konungdæmið. Ekki nóg með að það sé yfirlýst stefna stjórnarinnar að leggja niður embætti Lord High Chancellor, heldur eru þeir búnir að banna refaveiðar.

Reiðir stuðningsmenn veiðanna, klæddir í hvíta stuttermaboli með slagorðum á, komust inn í þingsalinn og ef upptakan af þessum viðburði er grandskoðuð sér maður að um leið og þeir fyrstu komust inn við stól þingforsetans, þá stendur upp maður í sjakkett hinum megin í salnum og rífur af sér gleraugun eins og hann trúi ekki því sem hann sjái.

Siðan hleypur maður nokkur fram hjá honum til félaganna hinum megin í salnum og annar maður í sjakkett endasendist á eftir honum. Maðurinn sem sat við borðið, nú gleraugnalaus, heldur þá í humátt á eftir innbrotsmanninum og starfsfélaga sínum, og sést þá að gleraugnalausi maðurinn er með sverð.

Þessi maður ber titilinn Serjeant at Arms (já, með joði), klæðist sokkabuxum og sjakkett, er vopnaður með viðhafnarsverði og ber opinberlega ábyrgð á öryggi þingmanna. Hann ber líka þær þungu skyldur á herðum að sjá þingheimi fyrir nægu bréfsefni, eins og sjá má hér.

En þessi symbólík getur keyrt úr hófi fram. Núna áðan var fyrrum þingmaður í viðtali á Sky News, og hann var ekki ánægður:

„This is absolutely outrageous, absolutely outrageous! Those men must have had some inside help getting into Parliament. I know that place quite well, and the only way they could have got in, is through a half-concealed panel door you wouldn't have noticed unless you were well acquainted with the place!

We can't have men in tights running around in 18th century uniforms who are supposed to provide security for the MP's, because they simply can't!

And you know what? The man sitting at the entrance of the House of Commons, the Serjeant at Arms, you know what his only responsibility is? You know that? He has to be ready at all times to give snuff to any MP who asks for it!“

Snuff verandi neftóbak. Og þar hafið þið það.