Rasmus Rask, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki
„Hann fann mig inni á bókasafni Jónssonar aðjúnkts, tók gríska bók úr hillunni og lét mig lesa. Ég las fyrir hann stykki með íslenska framburðinum ... en eftir það tók hann bókina, las sama stykkið og gerði athugasemdir um hvernig ætti að bera fram grískuna. Á heimleiðinni (til Reykjavíkur) yfir Skerjafjörðinn var hann upptendraður og þuldi heilu stykkin úr dæmisögum Esóps utan að á grísku fyrir mig og þegar ég gat ekki skilið þau útskýrði hann þau á íslensku.“
Sveinbjörn Egilsson segir frá fyrstu kynnum sín og Rasmusar Rasks. Lesbók Morgunblaðsins, 11. september 2004, bls. 10.
Og hvað er svo merkilegast við þennan texta?
Língvistinn tekur eftir því að maðurinn segi öðrum til í réttum forngrískum framburði, hvörja list einginn héðra nennir rækta nú um tíðir; að hann sé beinlínis mælandi á forngrísku; að Bauni þessi telji ekki eftir sér að útskýra munnræpu sína á íslensku þegar sjálfur Sveinbjörn Egilsson, að vísu skólasveinn þá, skilur ekki. Ég vildi óska þess svo heitt að Rasmus Rask hefði kennt mér latínu og grísku. Grínlaust. Að lesa upp á grísku fyrir Rasmus Rask. Að tala við Rasmus Rask. Að nema af vörum Rasmusar Rasks. Tilhugsunin ein, tilhugsunin ein.
Álftnesingnum finnst merkilegast að menn skjótist milli Bessastaða og Reykjavíkur á báti yfir Skerjafjörð (!). Í þrjú löng ár þurfti ég að fara nánast sömu leið, en vegna verri samgangna, segi ég og skrifa, þurfti ég að keyra (eða vera keyrður, öllu heldur) í stórbaug frá Álftanesi, gegnum Garðabæ og Kópavog inn í Reykjavík. Ég væri að ljúga ef ég segðist aldrei hafa hugleitt að fara þessa leið á báti, þar sem ég gat frá Álftanesi séð húsið á Lynghaga 24 í seilingarfjarlægð rétt hinum megin við fjörðinn.
Nútíminn er trunta. Rasmus Rask er guð.
„Hann fann mig inni á bókasafni Jónssonar aðjúnkts, tók gríska bók úr hillunni og lét mig lesa. Ég las fyrir hann stykki með íslenska framburðinum ... en eftir það tók hann bókina, las sama stykkið og gerði athugasemdir um hvernig ætti að bera fram grískuna. Á heimleiðinni (til Reykjavíkur) yfir Skerjafjörðinn var hann upptendraður og þuldi heilu stykkin úr dæmisögum Esóps utan að á grísku fyrir mig og þegar ég gat ekki skilið þau útskýrði hann þau á íslensku.“
Sveinbjörn Egilsson segir frá fyrstu kynnum sín og Rasmusar Rasks. Lesbók Morgunblaðsins, 11. september 2004, bls. 10.
Og hvað er svo merkilegast við þennan texta?
Língvistinn tekur eftir því að maðurinn segi öðrum til í réttum forngrískum framburði, hvörja list einginn héðra nennir rækta nú um tíðir; að hann sé beinlínis mælandi á forngrísku; að Bauni þessi telji ekki eftir sér að útskýra munnræpu sína á íslensku þegar sjálfur Sveinbjörn Egilsson, að vísu skólasveinn þá, skilur ekki. Ég vildi óska þess svo heitt að Rasmus Rask hefði kennt mér latínu og grísku. Grínlaust. Að lesa upp á grísku fyrir Rasmus Rask. Að tala við Rasmus Rask. Að nema af vörum Rasmusar Rasks. Tilhugsunin ein, tilhugsunin ein.
Álftnesingnum finnst merkilegast að menn skjótist milli Bessastaða og Reykjavíkur á báti yfir Skerjafjörð (!). Í þrjú löng ár þurfti ég að fara nánast sömu leið, en vegna verri samgangna, segi ég og skrifa, þurfti ég að keyra (eða vera keyrður, öllu heldur) í stórbaug frá Álftanesi, gegnum Garðabæ og Kópavog inn í Reykjavík. Ég væri að ljúga ef ég segðist aldrei hafa hugleitt að fara þessa leið á báti, þar sem ég gat frá Álftanesi séð húsið á Lynghaga 24 í seilingarfjarlægð rétt hinum megin við fjörðinn.
Nútíminn er trunta. Rasmus Rask er guð.
<< Home