föstudagur, ágúst 27, 2004

Okur

Áður en ég fór til Anglíu fékk ég mér útlandadíl hjá Símanum. Varð að vera hipp og kúl áðí mar et cetera. Nema hvað, og nú fylgir ýkjulaus skýrsla um símanotkun mína í þeim ágæta stað:

Hringdi 4 þrjátíu sekúndna símtöl sem öll voru eitthvað á þessa leið: „HVAR ERUÐ ÞIÐ? JÁ, ÉG ER HINUM MEGIN Í GARÐINUM! ÉG KEM ÞÁ TIL YKKAR BARA NÚNA Á EFTIR! ÓKEI! BLESS!"

Fékk 4 svipuð símtöl.

Sendi tvö SMS.

Og kontóinn, góðir hálsar? 980 kr. 980 ÍSLENSKAR KRÓNUR!!!!

Ísland: þar sem landsmenn hafa ekki efni á því að eiga gemsa í útlöndum eða borða harðfisk.