föstudagur, ágúst 20, 2004

Ísland æsku minnar

Loksins, loksins hef ég fengið gamla Íslandið mitt til baka. Þegar ég fór að kaupa mér hádegismatinn kom ég út í skuggann af The Tower og þar var ískalt. Þegar ég kom fyrir hornið mætti mér ískaldur vindgustur. Mér var líka ískalt á leiðinni þó það væri sólskin.

Svona á þetta að vera. Ekki þetta helvítis Miðjarðarhafsloftslag sem hefur plagað landið í sumar.

Þegar ég var svo kominn út í Hagkaup

Mig hefur lengi langað til að gera eftirfarandi þegar kassadama er að afgreiða mig:

KD: Góðan dag.
AFS: Góðan dag ... (beygir sig fram, pírir augun og les með ýktri tilgerð af nafnspjaldinu) ... Unnur.